08 Jún 2009

 

Að undangengnu útboði skrifaði Norræni heilsuháskólinn undir samning við Stúdíu um notkun Námsnetsins. 17 tilboð bárust en 3 tilboð komust í forval.  Uppsetningu á að vera lokið fyrir haustið og kerfið tilbúið til notkunar þegar skóli hefst í haust.  Norræni heilsuháskólinn eða NHV er undir stjórn Norrænu ráðherranefndarinnar og þarf að smíða í umsóknarkerfið kvótaúthlutun því nemendur eru valdir m.t.t. hvaðan þeir koma af norðurlöndunum.  Þar sem NHV er sérhæfður skóli á meistara- og doktorsstigi þá þarf að bæta skráningu á lokaritgerðum nemenda.

Þess má geta að skólinn er staðsettur í gamalli flotastöð í Götaborg og er með smábátahöfn beint fyrir framan aðalinnganginn.  Skólinn hefur tvo báta til umráða og geta nemendur fengið aðgang að þeim.  Einnig er mjög gott gistiheimili í næsta húsi sem býður upp fjölbreytta gistingu og sagt er að hægt sé að fá leigt herbergi í gamla fangelsinu með stálhurð og rimlum fyrir gluggum.

[top]
About the Author