11 apr. 2008

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

0 Comment
Undirritun samnings milli Fræðlsumiðstöðvar atvinnulífsins og Stúdíu um nemendabókhald og kennslukerfi.  11.4.2008.

Í febrúar 2008 gerði Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf. (FA) verðkönnun hjá sjö fyrirtækjum á hugbúnaðarlausnum. Verðhugmyndir bárust frá nokkrum aðilum. Ákvað FA að ganga til samninga við Stúdíu ehf. Samningur um leigu FA á Námsneti Stúdíu ehf. sem innifelur m.a. nemendabókhald og kennslukerfi voru undirritaðir þann 11. apríl 2008.

FA gerir ráð fyrir að meginhluti Námsnetsins verði tekinn í notkun þann 15. ágúst n.k. en fullnaðarskil í samræmi við þarfagreiningu og kröfulýsingu verði þann 1. desember 2008.

 

Myndir hér að ofan eru frá undirritun samninga. Til vinstri er Jóhannes H. Steingrímsson, framkvæmdastjóri Stúdíu ehf, og til hægri er Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins ehf.

[top]
About the Author