Um okkur

Stúdía ehf. hóf starfsemi í janúar 2007. Fyrirtækið starfar á sviði hugbúnaðargerðar og ráðgjafar varðandi hugbúnað.

Stúdía þróar og markaðssetur hugbúnaðarlausnir fyrir menntastofnanir undir nöfnunum „Námsnetið“ / „MySchool„. Mikil áhersla hefur verið lögð á hafa kerfið einfalt og þægilegt til notkunar fyrir stjórnendur, kennara og nemendur. Um er að ræða veflausn með um 30 kerfiseiningum. Fyrsta útgáfa Námsnetsins var gefin út árið 1998 og hefur verið í stöðugri notkun og þróun síðan þá. Þarfir menntastofnanna eru hafðar að leiðarljósi við allar breytingar.

Námsnetið er nú notað í einkareknum íslenskum háskólum og mörgum framhaldsskólum auk háskóla í Svíþjóð og Noregi.

Eigendur Stúdíu eru Jóhannes H. Steingrímsson, johannes(-)studia.is og Rannveig B. Ragnarsd. rannveig(-)studia.is .
Aðrir starfsmenn eru Davíð Þ. Olgeirsson, david(-)studia.is, Jón Ólafsson, jon(-)studia.is og Sigmar I. Kristmundsson, sigmar(-)studia.is . Að auki eru forritarar og ráðgjafar sem sinna tímabundnum verkefnum.

Kennitala: 430107-1000.  Vsk númer: 92836.  Lögheimili: Básbryggja 47, 110 Reykjavík. Netfang: info(-)studia.is.  Aðsetur: Síðumúli 13, 108 Reykjavík
Sími: 571 7900 og þjónustunetfang: info(-)studia.is

Sjá skráningu Stúdíu ehf. í Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra